Hvíld…

Ég hef ekki haft raunverulegan og góðan svefn í margar vikur. Í gærkvöldi eftir samkomuna tók ég Phenergan sem er ofnæmislyf oft notað til að róa fólk fyrir svefninn. Hjúkkan hafði mælt með því. Ekki nóg með að ég hafi sofnað, heldur svaf ég fram til átta um kvöldið í dag. Talaði við Sólina í síma. Hún ætlar að kíkja í fyrramálið og hún var sammála því að ég hefði örugglega verið að ná slökun í fyrsta skipti eftir margra vikna álag. Ég er svo endurnærð að það er ótrúlegt. Venjulega þegar ég sef svona of lengi vakna ég með hausverk og samviskubit en ekki í dag. Spurningin er svo: næ ég að sofna núna eða verð ég vakandi í alla nótt?