Andvaka…

Klukkan er tvö og það eru tveir tímar síðan ég fór upp í rúm. Ég fór í þessa stuttu gönguferð áðan og svo aðeins að hitta fólk og þótt mér hafi tekist að halda mér frá því að vera of pirruð meðan ég var meðal fólks var ekkert eftir þegar ég kom heim. Eymslin um allan líkamann eru yfirgnæfandi og þótt ég hafi tekið verkjalyf og Phenergan fyrir svefninn er ég ekkert betur stödd. Stóð fyrir framan lyfjakassann áðan og langaði helst að taka tólf Phenergan til að fá bara að sofa frá mér verkina. Kláraði svo að hátta, lagðist upp í rúm og fór svo að gráta þegar ég áttaði mig á að ég hafði gleymt að fara á salernið. Bara tilhugsunin um að þurfa að standa upp var yfirþyrmandi. Maðurinn minn hjálpaði mér á fætur aftur og síðan ég lagðist eftir það er ég búin að reyna að sofna. Líklegast verður þetta verkjaandvökunótt sem endar með að ég sofna af örþreyttu milli sex og níu og morgundagurinn verður furðulegur. Ég kisurnar, hljóðbækur og eitthvert vefbröllt.